Miðvikudaginn 15. janúar kl. 13.30 koma góðir gestir á Krossgötur – opið hús til að fræða og svara spurningum.

Fötlunarfræði. Snæfríður Þórdís Egilson, prófessor í fötlunarfræðum og Hanna Björg Sigurjónsdóttir, dósent í sömu grein, koma og ræða um sitt fag. Hvað er fötlun? Hverjir eru fatlaðir? Hverjir eru ekki fatlaðir?

Krossgötur eru handa öllum sem vilja efla anda sinn og styrkja hugsun. Áhugaverð dagskrá Á krossgötum er hægt að sjá hér!

Kaffi og meðlæti í boði kirkjunnar.

Umsjón: sr. Örn Bárður