Nýr lífsstíl á nýju ári? Vilt þú léttast og lifa orkumeira lífi?

Hjónin, Elín Sigrún Jónsdóttir og Sigurður Árni Þórðarson, bjóða til janúarföstu í samvinnu við Jóhönnu Vilhjálmsdóttur og Neskirkju. Jóhanna hefur um árabil sökkt sér í rannsóknir á heilsu og forvörnum gegn sjúkdómum og gaf nýlega út metsölubókina Heilsubók Jóhönnu.

Elín Sigrún er ACC-markþjálfi og lögfræðingur Sigurður Árni er Neskirkjuprestur. Þau eru áhugafólk um matargerð og hamingjuríkt líf og hafa tekið sitt mataræði í gegn og hafa náð góðum árangri. Bæði eru 10 kg. léttari en þegar þau hófu sína vegferð í september 2013. Sigurði hefur tekist að lækka of háan blóðþrýsting og er hættur á kólesteróllyfjum sem hann hefur tekið sl. 13 ár. Lyfjaleysinu þakkar hann heilbrigðu mataræði. Þau ætla að halda áfram á heilsuveginum og deila sögu sinni, mataruppskriftum og reynslu með áhugasömu fólki um heilbrigði og lífshamingju.

Janúarfasta Neskirkju hefst 9. janúar og stendur til 27. janúar 2014. Á föstutímanum verður boðið upp á matreiðslunámskeið, næringarráðgjöf, mataruppskriftir, fræðslu um eðli og tilgang föstunnar, kyrrðardag, vinnustofu um persónulega stefnumótun og markþjálfun.

Á matreiðslunámskeiðið kemur Katrín H. Árnadóttir, stofnandi Ecospíru og fræðir þátttakendur um eiginleika spíra til aukinnar orku, heilbrigðis og heilunar.

Dagsetningarnar eru:

➢ Matreiðslukynning – kvöldverður, 9. janúar 18:30-21:30

➢ Undirbúningsfundur föstu, 16. janúar, kl. 20:00 – 21:30

➢ Hádegisfundur 21. janúar kl. 12-13

➢ Kyrrðardagur 25. janúar kl. 12-16

➢ Lokafundur 27. janúar kl. 20:00 – 21:30

➢ Vinnustofa í persónulegri stefnumótun, 8. febrúar, kl. 10.30-12

Verð:

Einstaklingar kr. 19.500, hjón og sambúðarfólk kr. 29.500

Sendið þátttökutilkynningu til es@elinsigrun.is, fyrir 6. janúar nk.

Takmarkaður fjöldi þátttakenda