Fram koma Kór Neskirkju og Stúlknakór Neskirkju ásamt básúnuleikurum. Stjórnandi er Steingrímur Þórhallsson organisti kirkjunnar. Á tónleikunum verður flutt tónlist tengd jólum allt frá þekktum jólasálmum á borð við „Það aldin út er sprungið“ og „Hin fegursta rósin er fundin“ yfir í verkin „O Magnum Mysterium“ eftir Morten Lauridsen og „Lux Aurumque“ eftir Eric Whitacre. Á efnisskránni verða einnig fjórar mótettur eftir Bob Chilcott og mótettan „Es ist das heil uns kommen her“ eftir Johannes Brahms. Fjölmörg önnur lög eru á efnisskránni, öll til þess fallin að koma tónleikagestum í gott jólaskap. Tónleikunum lýkur með samsöng kórs og tónleikagesta. Boðið er upp á kaffi og piparkökur í hléi. Miðaverð er í forsölu kr. 2.000 en kr. 2.500 við inngang. Hægt er að kaupa miða hjá kórfélögum, í Neskirkju og í 12tónum.