Þá er komið að fimmtu tónleikunum Steingríms Þórhallssonar organista í þessari yfirferð um Preldúdíur og fúgur Bach. Nú verða fjögur verk á boðstólnum, en þau eru flest nokkuð stutt; Prelúdía og fúga í e – moll BWV 533, Toccata og fúga í F – dúr BWV 540, Prelúdía og fúga í f – moll BWV 534 og Prelúdía og fúga í G – dúr BWV 541. F dúrinn er talsvert voldug og G dúrinn afar leikandi og skemmtileg, heyrist ekki oft á tónleikum, og líklega heyrast flest þessara verka ekki oft hér á Íslandi. Þar sem þetta eru nokkuð mörg verk mun ég hefja leik svolítið fyrir klukkan 12:00 eða um 11.50 til að ná aðeins að tala um verkin en samtals er þetta um 30 mínútur af tónlist. Eftir þetta tel ég að aðeins tvennir tónleikar séu eftir þannig að þetta er allt að koma.