Nú stendur yfir haustfasta Neskirkju. Haustfastan stendur yfir í ellefu daga og gengur út á að fasta á kjöt og fisk, sneiða hjá ofnæmisvökum og neyta hvorki kaffis né áfengis. Fullbókað varð á föstunámskeiðið á þremur dögum og var fljótlega ákveðið að efna til annars námskeiðs sem hefst 4. nóvember og jafnvel þess þriðja í framhaldi af því. Að baki þessari smellu má fá nánari upplýsingar um föstuna og þátttöku.