Í fyrsta opna húsi ársins 2013 mun dr. Vilhjálmur Lúðvíksson fjalla um ávaxtarækt. Undirtitillinn er: Úr eyðimörk um skóg til aldingarðs með viðkomu í rósagarði!  Vilhjálmur Lúðvíksson er formaður Garðyrkjufélags Íslands. Hann er mikill ræktunarmaður, öflugur leiðtogi félagsins, sérfræðingur í rósum og hugsjónamaður sem drífur aðra áfram. Opna húsið verður miðvikudaginn 23. janúar, boðið í kaffi kl. 15 og síðan gengið til dagskrár kl. 15,30. Allir velkomnir.