Jesús var veislumaður, en hvers konar mat borðaði hann? Hverjar eru matarhefðir Biblíunnar? Biblíumatur verður á borðum í Neskirkju næstu föstudagshádegi og matarmenning biblíutímans kynnt. Föstudaginn 12. október verður eldaður kjúklingaréttur Maríu í Nasaret. Kynning og borðbæn kl. 12. Biblían þjónar lífinu, hinu líkamlega líka. Svo er auðvitað aukabónus að þessi matur er heilsufæði og bragðgóður! Allir velkomnir og það vænlegra að koma rétt fyrir kl. 12 því reglan er að fyrstir koma – fyrstir fá.