Uppeldisnámskeið í Neskirkju hefst mánudaginn 5. nóvember en námskeiðið kennir Helga Arnfríður Haraldsdóttir sálfræðingur. Námskeiðið er einkum ætlað foreldrum barna á aldrinum 6 mánaða til 9 ára. Námskeiðið er á mánudögum 5., 12., 19. og 26. nóvember klukkan 17.00-19.00. Námskeiðsgjald er 12.000 kr. fyrir einstakling og 16.000 kr. fyrir uppalendur sama barns. Hámarksfjöldi þátttakenda er 14 manns.

Helga hefur áralanga reynslu af kennslu slíkra námskeiða en hún er sálfræðingur frá Árósaháskóla og starfar á Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins. Á námskeiðinu er m.a. farið í lögmál hegðunar, foreldrafærni, og hvernig við tölum við og hlustum á börnin okkar.
Skráning fer fram á tölvupósti eða í síma 511-1560.