Fyrsta opna húsið í Neskirkju í haust verður miðvikudaginn 19. september kl. 15. Marteinn Lúther og Katrín frá Bora koma í heimsókn. Sigurður Árni var á Lúthersslóðum í ágúst og segir frá ferð sinni, sýnir myndir og ræðir um Lútherslandið, siðbreytingu og siðbót, Þýska alþýðulýðveldið og fleira sem varðar arfleifð Lúthers. Opin hús eru samverur eldri borgara í Neskirkju. Kaffi verður á boðstólum kl. 15 og dagskrá hefst um 15,30. Þér er boðið.