Döggin prédikar. Fuglakórar syngja í hinni miklu dómkirkju sköpunarverksins. Tré breiða út lauffingur sína mót himinhvelfingu og barrfingur beina sjónum í hæðir. Blærinn hvíslar miskunnarbænir og golan syngur sálma í kvistinum. Messa Jóhannesar minnir á Jesú og jólin – en hvernig? Prédikun Sigurðar Árna á Jónsmessu, 24. júní, er að baki þessari smellu. Þar er bæði texti og hljóðskrá, þ.e. upptaka.