Í tilefni æskulýðsdagsins skrifa Sigurvin Jónsson æskulýðsprestur Neskirkju og Sunna Dóra Möller í Akureyrarkirkju um faglegar kröfu og þróun í barna- og unglingastarfi. Neskirkja er í dag fremst meðal jafningja í æskulýðsstarfi kirkjunnar í Reykjavík.

Þrátt fyrir að biskup Íslands hafi ítrekað kallað eftir því að barna- og unglingastarfi verði sérstaklega hlíft við niðurskurði er staðan í Reykjavíkurprófastsdæmum sú að segja má að fótunum hafi verið kippt undan æskulýðsstarfinu. Árið 2006 voru 10 fagmenntaðir aðilar, æskulýðsfulltrúar, -prestar eða -djáknar, í 100% starfi við söfnuði í Reykjavíkurprófastsdæmum auk 3 í 50% hlutfalli eða stærra. Nú árið 2012 er einn söfnuður með fagmenntaðan aðila í fullu starfi og 5 kirkjur með starfsmann í 50% – 75% hlutfalli. Lesa á trú.is