Æskulýðsdeginum var fagnað í Neskirkju í dag en full kirkja var við guðsþjónustu í morgun þar sem fjallað var um einelti og boðskap Jesú um að vera öðrum ljós. Barnakór Neskirkju söng, Una Kamilla Steinsen spilaði á píanó undir einsöng Heiðu Darradóttur og Símon Kämpferd 18 ára flutti hugleiðingu. Eftir guðsþjónustuna eyddu fermingarungmennin deginum í Vatnaskógi. Myndir: