Þriðjudaginn 28. febrúar hefst fimm kvölda námskeiði í Neskirkju verður fjallað á léttum nótum um kristna trú og hlutverk trúarinnar í lífinu. Fræðslan er í höndum Sigurvins Jónssonar og Rúnars Reynissonar og hefst kl. 18 og stendur til kl. 19.30 og er ókeypis. Fjallað verður um bókstafsleg trúarviðhorf, barnatrú/barnslega trú og fjölbreytileika hins trúarlega veruleika. Námskeiðið blandar saman fræðslu, umræðum og verkefnum. Kennarar eru guðfræðingar og starfa í Neskikju. Allir eru velkomnir á námskeiðið.
28. febrúar. Læsi – Að nálgast texta Biblíunnar.

6. mars. Ég trúi… – Að setja trú í röklegt samhengi

13. mars. Handrit – Um margbreytileika texta og trúar

20. mars. Kirkja – Um fjölskrúðuga fjölskyldu trúaðra

27. mars. Hinir – Nýja testamentið og minnihlutahópar