Opið hús miðvikudaginn 22. febrúar kl. 15. Guðrún Ingólfsdóttir varði nýlega doktorsritgerð sína um handrit á 18. öld og viðhorf höfunda þeirra, þriggja karla og einnar konu. Guðrún segir frá þessum handritum og að þekkingarleit fólks á þessum tíma hafi verið skipulegri en talið hefur verið. Hvað stýrði og hver var sérleikur hins kvenlega? Kaffiveitingar á Torginu í upphafi.