Hvað hlutverki þjónar Biblían og hvernig getur maður lesið hana? Það verður viðfangsefni í prédikun á biblíudeginum, 12. febrúar. Messa og barnastarf Neskirkju hefst kl. 11. Sameiginlegt upphaf allra aldurshópa í messunni. Hljómur, kór eldri borgara í Neskirkju, leiðir safnaðarsöng. Organisti Magnús Ragnarsson. Sigurður Árni prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Söngur, sögur, brúður og gleði í barnastarfinu. Umsjón Sigurvin, Katrín og Ari. Samfélag og veitingar á Torginu eftir messu. Kirkjan er allra og allir velkomnir.