Fyrirlestur um makamissi hjá Nýrri dögun, samtökum um sorg og sorgarviðbrögð. Þær Hulda Guðmundsdóttir guðfræðingur og Ásdís Káradóttir hjúkrunarfræðingur halda fyrirlestra um makamissi hjá Nýrri dögun, samtökum um sorg og sorgarviðbrögð n.k. fimmtudag 3. nóvember  kl. 20:30 í safnaðarheimili Háteigskirkju. Hulda fjallar um það þegar makinn deyr í blóma lífsins en Ásdís fjallar um makamissi á efri árum.

Í framhaldi af fyrirlestrinum fara af stað tveir stuðningshópar:

Að missa maka í blóma lífsins.

Safnaðarheimili Háteigskirkju fimmtudagskvöld kl. 20. Byrjar 10. nóvember og verður vikulega fram að jólum. Hulda Guðmundsdóttir leiðir hópinn khulda@hive.is

Að missa maka á fullorðinsárum (í samvinnu við Krabbameinsfélagið og ellimálanefnd þjóðkirkjunnar)

Húsi Krabbameinsfélagsins Skógarhlíð 8 kl. 16:30 á mánudögum. Byrjar 7. nóvember og verður vikulega í sex skipti. Ásdís Káradóttir asdisk@krabb.is og Hulda Guðmundsdóttir leiða hópinn.

Áður en fyrirlesturinn byrjar eða kl. 19 er opið hús þangað sem fólk getur komið í n.k. opinn hóp, spjallað og fengið kaffi.

Ný dögun, samtök um sorg og sorgarviðbrögð www.sorg.is