Við þekkjum það öll hversu vont það er að vera lyklalaus og lokuð úti. Lyklar ljúka upp dyrum og ný veröld blasir við. Í fræðslunámskeiðinu á þriðjudagskvöldum er hugað að lyklum í Gamla testamentinu. Í kvöld, 25. október, verður skoðuð sagan um tvíburana Jakob og Esaú. Þeir slógust í móðurkviði og tókust á í lífinu. Hvað þýðir það og hvað segir það okkur nútímafólki. Hefst kl. 18 og námskeiðinu lýkur um kl. 21. Allir velkomnir.