„Hlutverk kirkjunnar í samfélagsþróuninni“ er yfirskrift erindis sem Sigríður Gudmarsdóttir flytur á Torginu á föstudaginn. Í örerindi sínu gengur Sigríður út frá því að Þjóðkirkjan hafi sem stofnun og fjöldahreyfing hlutverki að gegna í samfélagsþróuninni. Hún setur fram þrjár tilgátur um það hvað þurfi að gerast til þess að svo megi verða og lítur hin fyrsta að guðfræðilegum breytingum en hinar tvær síðarnefndu að uppbyggingu Þjóðkirkjunnar sem stofnunar. Allir velkomnir og góð súpa í boði.