Messað er í Neskirkju alla helga daga. Sunnudaginn 28. ágúst hefst messan kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti: Steingrímur Þórhallsson. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða í messunni. Textar eru úr B röð 10. sunnudags eftir þrenningarhátíð. Þá má nálgast á bak við þessa smellu. Svo er alltaf kaffi og samfélag á Torginu eftir messu. Og allir eru velkomnir í hlið himinsins, Neskirkju.