Það er hægt að hafa áhrif á og móta ungt fólk og það er mikið í húfi. Það unga fólk sem kynnist trúarlegum veruleika og trúarlegri nálgum sem er öfgalaus, umburðalynd og nærandi mun ekki aðhyllast þær öfgaraddir innan trúarbragðanna og gegn trúarbrögðum sem svo víða leynast. Öfgahyggja og öfgatrú kann að virðast á stundum fjarlægur íslenskum veruleika en svo er ekki. Prédikun Sigurvins Jónssonar sunnudaginn 24. júlí er að baki þessari smellu.