Opið hús kl. 15. Salurinn í Kópavogi heimsóttur. Áslaug Gunnarsdóttir píanóleikari mun leika fyrir okkur valin verk og kynna þau og framsetningu þeirra. Áslaug úskrifaðist frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1980 og stundaði svo framhaldsnám í Freiburg í Þýskalandi í 4 ár og lauk þaðan Diplóm prófi.  Frá 1984 hefur hún starfað við kennslu og undirleik í Reykjavík. Kaffiveitingar á Torginu í upphafi en síðan verður farið með rútu í Salinn.