Sinfóníuhljómsveit áhugamanna og Kór Neskirkju flytja hina undurfögru sálumessu Fauré í Neskirkju n.k. sunnudag 27. mars kl. 17:00. Auk þess verður fluttur konsert fyrir flautu og hljómsveit nr. 1 í G-dúr eftir W.A. Mozart. Einsöngvarar eru Hallveig Rúnarsdóttir og Hrólfur Sæmundsson sem bæði eru íslenskum tónleikagestum vel kunn. Einleikari á flautu er Hafdís Vigfúsdóttir en hún hefur lokið prófi frá Listaháskóla Íslands og hefur auk þess stundað nám við háskóla í Hollandi og Frakklandi. Stjórnandi á tónleikunum er Oliver Kentish en kórstjóri er Steingrímur Þórhallsson. Miðar fást hjá félögum í kór og hljómsveit, í 12 Tónum og við inngang. Miðaverð er kr. 2.000 í forsölu en kr. 2.500 við inngang.