Miðvikudaginn 1. desember verður síðasta opna hús eldri borgara í Neskirkju á þessu ári. Dr. Arnfríður Guðmundsson, prófessor, kemur í heimsókn og segir frá bókunum sem hún gefur út á þessu ári. Sigurvin Jónsson segir frá Panov frænda og Lilja Sólveig Kristjánsdóttir minnist bernskujóla í Svarfaðardal fyrir áttatíu árum. Jólagleði eldri borgara verður síðan miðvikudaginn 29. desember. kl. 15.