Á að greina að ríki og kirkju og hver ættu tengslin að verða í framtíðinni? Dr. Hjalti Hugason flytur borðræðu á Torginu í safnaðarheimili Neskirkju fimmtudaginn 4. nóvember kl. 12. Eftir framsögu og súpu verða umræður. Torg Neskirkju er opinn vettvangur. Hvernig væri að skjótast til samfélags um mikilvæg mál og njóta andlegrar, líkamlegrar og félagslegrar næringar?