Biblíumáltíðir eru í Neskirkju á föstudögum kl. 12. Í dag, 29. október, verður haldin veisla til fagnaðar týnda syninum, sem sagt er frá í  15. kafla Lúkasarguðspjalls. Hver var og er týndur? Hvað merkir sagan og hvernig var veislan, sem pabbinn hélt manninum sem sóaði auði fjölskyldunnar? Týndir og fundnir hjartanlega velkomnir og allir hinir líka.