Sunnudagaskóli Neskirkju er kominn í fullan gang og í dag byrjum við í messu safnaðarins kl. 11 líkt og venja er. Börn og foreldrar ganga síðan í safnaðarheimili kirkjunnar þar sem sögð verður saga, sungið og fylgst með Rebba ref og Engilráð. Þeir sem vilja ganga síðan áleiðis á Ægisíðu þar sem við ætlum að safna fjörusteinum en næsta sunnudag er stefnt á að mála steinana sem verða notaðir við bænahald vetrarins. Mætum í bomsum!