Vorið er komið og barnastarf Neskirkju er að fagna uppskeru vetrarins. Í síðustu viku voru grillaðar pylsur í öllu barnastarfi kirkjunnar og síðasta sunnudag fór Sunnudagaskólinn í vorferð á sveitabæinn Bjarteyjarsand á Hvalfjarðarströnd. Á Bjarteyjarsandi fengu börnin að klappa lömbum, naggrísum, hundum og hestum en Kátur kanína leyfði fáum að klóra sér frekar en í fyrra. Á leiðinni heim var komið við í Hallgrímskirkju í Saurbæ þar sem Sunnudagaskólanum var formlega slitið. Í sumar eru síðan leikjanámskeið við kirkjuna og unglingastarfið verður starfrækt út Júní. Myndir úr ferðinni eru á myndasíðu BaUN.