Við heimsækjum Sólheima í Grímsnesi. Sr. Birgir Thomsen tekur á móti okkur í Sólheimakirkju, sýnir okkur vinnustofur og kertagerðina. Sr Birgir segir okkur frá fjölbreyttri starfssemi Sólheima og Sesselju, hugsjónakonunni sem ótrauð beitti sér fyrir því að starf var hafið á Sólheimum. Sölvi í Brekkukoti tekur á móti okkur í kaffi. Lagt verður af stað frá Neskirkju kl. 13. Nánari upplýsingar í síma 5111560.