Sunnudagaskóli vetrarins hefur verið vel sóttur og sunnudaginn 16 maí verður honum slitið með vorferð. Sunnudagaskólinn hefst í messu safnaðarins kl. 11 en síðan fara börn og fullorðnir í rútur og förinni haldið á sveitabæinn Bjarteyjarsand í Hvalfirði. Á Bjarteyjarsandi eru fjölmörg dýr sem að börnin geta klappað og við ætlum að grilla saman í sveitakyrrðinni. Á heimleiðinni verður síðan komið við í Hallgrímskirkju á Saurbæ þar sem Sunnudagaskólanum verður formlega slitið þar til næsta haust. Allir eru velkomnir með í sveitaferðina og aðgangur er ókeypis.