Fjórði saltfisksdagurinn verður n.k. föstudag, 12. mars. Boðið verður upp á suðrænan saltfisk með ofnbökuðum rótarávöxtum. Undanfarna þrjá föstudaga hefur tekist vel til, maturinn verið lostæti og viðtökur fólksins frábærar. Yfir 50 manns snæddu saltfiskinn í liðinni viku og nutu samverunnar á Torgi Neskirkju. Sverrir Kristinsson, fasteignasali og listunnandi mun ræða lífslánið, segja frá nánum ættingja, ræða listina og fleira. Máltíðin hefst kl. 12. en örhugvekja Sverris um 12.30. Máltíðin kostar kr. 1.500. Sjá meira um saltfiskdaga hér!