ÆSKR stendur fyrir margmiðlunarguðsþjónustu fyrir æskulýðsfélögin í Neskirkju á æskulýðsdaginn kl. 20.00. Stundin ber yfirskriftina Bænarý en margmiðlunarguðsþjónusta er nýtt fyrirbrigði á Íslandi. Þar verður öll möguleg tækni s.s. SMS, skjátækni, hljóð, tölvubænir, Skype o.fl nýtt við helgihaldið. Það er ljóst að í guðsþjónustunni munu gestir upplifa eitthvað alveg nýtt og einstakt sem sýnir að helgihaldið á vel við nútímann. Sr. Arna Grétarsdóttir prestur í Noregi prédikar gegnum Skype. Ekki láta þig vanta í Neskirkju sunnudaginn 7. mars.

Ps. Taktu farsímann með …