Enn er laust á námskeiðið Jakobsbréf, vegvísir að heilindum en fyrsta kvöldið er á morgun. Á námskeiðinu verður fjallað um Jakobsbréf Nýja testamentisins. Námskeiðið er þrjú kvöld, þriðjudagskvöldin 23. febrúar, 2. og 9. mars frá 18.00-20.30. Námskeiðsgjald er krónur 3.000 og innifalið er létt máltíð. Kennsla er í höndum Sigurvins Jónssonar og Rúnars Reynissonar. Skráning í síma 511-1560 eða runar@neskirkja.is. Á námskeiðinu verða tekin fyrir þau stef sem að bréfið varðveitir um misskiptingu auðs, mikilvægi þess að sýna trú í verki og hvernig öðlast má heilindi í eigin trúarlífi fyrir tilstuðlan speki Guðs. Jakobsbréf á brýnt erindi við samtímann en bréfið varðveitir kennslu Jakobs, bróður Jesú og leiðtoga hins frumkristna safnaðar í Jerúsalem og endurómar kennslu Jesú í Fjallræðunni.