Um 40 prúðbúin ungmenni skemmtu sér saman á árshátíð NeDó og Fönix s.l. þriðjudag. Mikið var um dýrðir en Ólafía, matráðskona Neskirkju hafði töfrað fram Tortilla kjúkling ofan í ungmennin og Anna Arnardóttir æskulýðsfrömuður var veislustjóri. Árshátíðin er uppskeruhátíð þeirra ávexta sem að krakkarnir hafa fengið að njóta með því að gefa sig í kirkjustarfið, en í hópnum ríkja sömu ávextir og í Páll lýsir í Galatabréfinu: kærleiki, gleði, friður, langlyndi, gæska, góðvild, trúmennska, hógværð og sjálfsagi. Myndir segja meira en þúsund orð!