Hvað er guðfræði? Hvers vegna skiptir máli að þekkja Biblíuna? Hvers konar bók er Biblían? Með námskeiðinu er stefnt að því að gefa innsýn í viðfangsefni guðfræðinnar, kynna bækur Biblíunnar og ítreka mikilvægi biblíuþekkingar til skilnings á umræðum samtímans. Sigurvin Jónsson, guðfræðingur, kennir ásamt prestum kirkjunnar. Við byrjum kl. 18 og hættum kl. 20.30. Kvöldverður borinn fram um kl. 19. Ekkert námskeiðsgjald en þátttakendur greiða kr. 1.000 fyrir matinn hverju sinni. Námskeiðið fer fram þrjú þriðjudagskvöld, 17., 24. nóv. og 1. des.