Landsmót ÆSKÞ var haldið í Vestmannaeyjum síðastliðna helgi og voru 420 þátttakendur á mótinu. Farið var til Vestmannaeyja með Herjólfi á föstudögskvöldið og þar tók við látlaus dagskrá fram á miðjan dag á sunnudegi. Krakkarnir fengu að upplifa helgi Landakirkju, böll og kvöldvökur og fjölbreytt hópastarf þar þau gátu valið siglingu, sprang, föndur, tónliststarstarf, leiklist, brjóstsykursgerð og margt margt fleira. Neskirkjuhópurinn gengdi veigamiklu hlutverki en NeDó leiðtogarnir sáu um mótsstjórn ásamt landsmótsnefndinni og veglegur hópur krakka úr Fönix sótti mótið. Myndir frá mótinu má nálgast á myndasíðu BaUN.