Hópur ungmenna úr Fönix, æskulýðsfélagi Neskirkju, fóru í tjaldferðalag s.l. helgi (13-14. júní) og skemmtu sér þar með æskulýðsfélögum víðsvegar að af höfuðborgarsvæðinu. Tjöldunum var slegið upp að lækjarbotnum en þar var sungið dátt við varðeld, farið í keppni um hver föndraði besta bátinn og notið samveru við vini og Guð. Myndir eru á myndasíðu BaUN.