Skírdagsmessa kl. 21, fimmtudaginn 8. apríl. Félagar í Háskólakórnum syngja. Sr. Sigurður Árni prédikar og Steingrímur Þórhallsson leikur á orgelið.
Föstudagurinn langi kl. 14. Sr. Toshiki prédikar, sr. Guðbjörg þjónar fyrir altari. Söngsveitin Rinascente syngur undir stjórn kantorsins.
Tvær messur verða á páskadag, kl. 8 árdegis og kl. 11 auk morgunverðar, páskahláturs og orgeltónleika. Sr. Sigurður Árni þjónar fyrir altari og sr. Guðbjörg prédikar. Steingrímur spilar á tónleikum, stýrir söng og Kór Neskirkju syngur.
Barnamessan á páskadag hefst kl. 11 og þá verður líka eggjaleit.
Annan páskadag verður fermingarmessa kl. 11.