Síðastliðinn laugardag,þann 28. mars, heimsótti Fönix Selfosskirkju og hitti ungmenni úr Molunun, æskulýsfélagi Skálholtsdómkirkju og Kærleiksbjörnunum, æskulýðsfélagi Selfosskirkju. Krakkarnir fóru í leiki og þrautir á laugardeginum og fengu fræslu um mikilvægi þess að hafa sýna trú sína í verki og breyta heiminum til batnaðar. Hópnum var skipt í þrennt og þau völdu sjálf málefni sem þau vildu beita sér fyrir, gerðu plakat um efnið og sömdu stutta blaðagrein. Efnin sem þau völdu sér, skaðsemi ávanabindandi efna, nauðganir og kynferðisofbeldi, og birtingarmyndir misréttis, sýna að unga kynslóðin er rík af réttlætiskennd og krafti til að beita sér í þágu verðugra málefna. NeDó leiðtogarnir þökkuðu Herdísi Styrkársdóttur æskulýðsfulltrúa Selfosskirkju fyrir höfðinglegar mótttökur með því að skreyta skrifstofuna hennar með post-it miðum. Gnótt mynda er að finna á myndasvæði BaUN.