Í gær sóttu 50 unglingar á aldrinum 14-19 ára aðventukvöld í kirkjunni. Æskulýðsfélög Neskirkju Fönix og Graduate NeDó fengu góða gesti í heimsókn frá æskulýðsfélögum Digraneskirkju, auk stúlkna úr Hjallakirkju. Saman sötruðu æskulýðsfélögin heitt súkkulaði, snæddu piparkökur, heyrðu jólasögu Tolstoy um Panov afa og áttu hátíðlega helgistund í kirkjunni. Myndavélin var að sjálfsögðu á lofti.