Undraland, frístundaheimili Grandaskóla, kom í aðventuheimsókn í kirkjuna í gær 02. desember. Rúta á vegum kirkjunnar sótti krakkana í Grandaskóla og safnaðarheimili Neskirkju fengu börnin fræðslu um aðventuna, um jólasálma og heyrðu jólasögu. Að lokinni fræðslu fóru þau öll saman á helgistund í kirkjunni og síðan var börnum og leiðtogum boðið piparkökur og Kakó á Torginu. Myndir má finna á myndasíðu BaUN. Við í Neskirkju þökkum Undralandi kærlega fyrir komuna.