Barnastarfið og messan byrja kl. 11. Sunnudaginn 12. október mun sr. Helgi Hróbjartsson þjóna fyrir altari með sr. Sigurði Árna, sem prédikar. Helgi mun eftir messu segja frá starfi í Waddera í Eþíópu, sem Nessöfnuður hefur styrkt myndarlega undanfarin ár. Félagar úr kór Neskirkju syngja, Steingrímur leikur á orgelið og Úrsúla mehjálpari. Messuhópur þjónar. Sigurvin, María, Ari, Andrea og Alexandra sjá um barnastarfið. Messan er fyrir lífið og því allir velkomnir. Súpa, brauð, kaffi, spjall og samfélag eftir messu á Torginu.