Síðastliðinn sunnudaginn 28. september var opnuð sýning á verkum Steinunnar Þórarinsdóttur myndhöggvara í safnaðarheimili Neskirkju og á lóð kirkjunnar.
Síðastliðinn sunnudaginn 28. september var opnuð sýning á verkum Steinunnar Þórarinsdóttur myndhöggvara í safnaðarheimili Neskirkju og á lóð kirkjunnar.

Það er ánægjulegt fyrir Neskirkju að fá tækifæri til að sýna verk Steinunnar Þórarinsdóttur og veita þeim sem leið eiga í kirkjuna tækifæri til að njóta þeirra. Sýningin er í safnaðarheimili kirkjunnar og á lóðinni fyrir utan og stendur til 22. mars. Á sýningunni eru bæði lágmyndir og skúlptúrar úr áli, gifsi og járni. Verkin eru valdin með það í huga að veita innsýn í myndheim Steinunnar og jafnframt að nýta glæsilegt rými safnaðarheimilis kirkjunnar þar sem fjölbeytt mannlíf þrífst.

Myndhöggvarinn Steinunn Þórarinsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1955. Hún stundaði myndlistarnám við Portsmouth College of Art & Design og Portsmouth Polytechnic á England 1974 – 1979 og framhaldsnám í höggmyndalist við Akademíuna í Bolognia á Ítalíu 1979 – 1980. Hún hefur síðan öðlast alþjóðlega viðurkenningu fyrir verk sín og hafa þau verið sýnd á virtum sýningastöðu í nánast öllum heimsálfum. Um þessar mundir eru verk Steinunnar á ferð um Bandaríkin og hafa hvarvetna fengið lof. Hún á fjölmörg verk á opinberum vettvangi í Reykjavík og víðar um landið auk þess sem reist hafa verið eftir hana varanleg verk erlendis.

Maðurinn, tilvist hans og tilfinningar eru eitt af viðfangsefnum Steinunnar. Vængir einkenna svífandi verkin inni í safnaðarheimilinu og má greina í þeim hugleiðingar um jarðneskan forgengileika og himneska tilvist. Verkin á lóð kirkjunnar eru hinsvegar öll jarðneskari úr þungu járni og kortenstáli.

Sýning Steinunnar Þórarinsdóttur er sú fyrsta í röð sýninga sem settar verða upp á verkum listamanna sem búa í sókninni. Næsta sýning verður á verkum málarans Jóns Axels Björnssonar.