Kennarar af fermingarnámskeiðinu sem haldið var í liðinni viku munu þjóna við messuna, lesa ritningarlestra og bænir og aðstoða við útdeilingu sakramentisins. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Sigurði Árna Þórðarsyni. Væntanleg fermingarbörn sem frædd voru í liðinni viku fá að ganga til altaris í fyrsta sinn ásamt foreldrum sínum og forráðamönnum. Yngri systkini fermingarbarna eru einnig velkomin til altaris að þiggja blessun. Prédikunina sem ber heitið Til hamingju með gullið! er hægt að hlusta á hér.