Þrettándi sunnudagur eftir þrenningarhátíð. Þann dag er Hólahátíð og á þeim degi er íhuguð hættuför til Jeríkó. Hún er tákn fyrir ævigöngu okkar allra. Þetta verður íhugað í messunni 17. ágúst, kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Meðhjálpari Rúnar Reynisson og messuþjónn dr. Pétur Pétursson. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari með sr. Toshiki Toma. Eftir messu verður kaffi á Torginu. Allir alltaf velkomnir í Neskirkju.