„Þorðu að hugsa“ skrifaði heimspekingurinn Immanuel Kant í frægri ritgerð. Tómas postuli hugsaði sitt og efaðist. Hann mætti Jesú og þorði að endurskoða allar sínar hugmyndir. Á fyrsta sunnudegi eftir páska verður í messunni hugað að trú, efa og tengslum þeirra í samtíð okkar. Athöfnin hefst kl. 11 og barnastarfið hefst í kirkjunni. Allir velkomnir, efasemdarmenn einnig!

Messa og barnastarf kl. 11. Messuhópur þjónar í messunni. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Börnin byrja í messunni en fara síðan til sinna starfa. Umsjón með barnastarfinu hafa þau Sigurvin Jónsson, Björg Jónsdóttir og Ari Agnarsson. Matarhópur reiðir fram súpu, brauð og kaffi á Torginu eftir messu. Allir velkomnir.