Pálmasunnudagur er kirkjudagur Neskirkju. Þá var kirkjan vígð og á sunnudaginn kemur verða 51 ár frá vígslu. Messan 16. mars hefst kl. 11. Ekki er fermt í sunnudagsmessunni heldur í sérstökum athöfnum. Sr. Sigurður Árrni prédikar og þjónar fyrir altari ásamt með sr. Erni Bárði Jónssyni. Veifum pálmum og fögnum komu Jesú Krists.

Steingrímur Þórhallsson leikur á orgelið, félagar úr kór Neskirkju syngja, matarhópur og messuhópur þjóna.

Barnastarfið byrjar í kirkjunni. Því stýra Sigurvin Jónsson, Björg Jónsdóttir og Ari Agnarsson.

Súpa og kaffi á Torginu eftir messu.

Veifum pálmum og fögnum komu Jesú Krists.