Ekki missa af síðasta tækifærinu til að snæða suðrænan saltfisk á föstunni á Kaffitorgi Neskirkju, föstudaginn 14. mars kl. 12-13. Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, formaður sóknarnefndar ávarpar matargesti. Enda þótt Ingibjörg sé ekki formaður að hætti Þuríðar formanns er hún samt formaður á skipi með stórri áhöfn, nefnilega kirkjuskipi, sem hefur innanborðs megin hluta íbúa Vesturbæjar. Verið velkomin!

Ekki missa af síðasta tækifærinu til að snæða suðrænan saltfisk á föstunni á Kaffitorgi Neskirkju, föstudaginn 14. mars kl. 12-13. Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, formaður sóknarnefndar ávarpar matargesti. Enda þótt Ingibjörg sé ekki formaður að hætti Þuríðar formanns er hún samt formaður á skipi með stórri áhöfn, nefnilega kirkjuskipi, sem hefur innanborðs megin hluta íbúa Vesturbæjar.

Máltíðin kostar kr. 1200 og af upphæðinni renna 300 kr. til Hjálparstarfs kirkjunnar. Föstum og gerum gott!

Sem sagt: Milli 12 og 13 á föstudaginn!

Um aldir hafa Íslendingar framleitt saltfisk á Evrópumarkað, sem einkum var og er seldur til kaþólsku landanna, þar sem fastan hefur djúpar rætur. Tengsl föstu og saltfisks, viðskipta og trúar, eiga sér því langa sögu.

Ólafía Björnsdóttir, matráðskona í Neskirkju, mun töfra fram suður-evrópska saltfiskrétti á föstunni. Óskar Sævarsson forstöðumaður saltfisksetursins í Grindavík var hjá okkur á dögunum og lét þau orð fjalla að hann hefði aldrei bragðað betri saltfisk!

Sem sagt: Saltfiskur í hádeginu á föstudögum alla föstuna.

Verið velkomin í saltfisk í Neskirkju!