Já, á sunnudaginn verður óvenjuleg messa því þá verða mæðgur skírðar, væntanlegt fermingarbarn og móðir þess. Hefur slíkt gerst áður á Boðunardegi Maríu í íslenskri kirkju? Séra Örn Bárður Jónsson, prédikar og þjónar fyrir altari. Hægt er að hlusta á ræðuna undir þessari smellu.
Já, á sunnudaginn verður óvenjuleg messa því þá verða mæðgur skírðar, væntanlegt fermingarbarn og móðir þess. Hefur slíkt gerst áður á Boðunardegi Maríu í íslenskri kirkju? Séra Örn Bárður Jónsson, prédikar og þjónar fyrir altari.

Svo er líka Boðunardagur Maríu sem er fyrirmynd hinnar trúaðra. Hún er kona sem þorði að treysta Guði!

Barnastarf fer fram á sama tíma. Börnin byrja í messunni en fara síðan til sinna starfa. Kór Neskirkju leiðir safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Meðhjálpari Valdimar Tómasson.Umsjón með barnastarfinu hafa þau Sigurvin Jónsson, Björg Jónsdóttir og Ari Agnarsson. Kaffi, súpa og brauð á Torginu eftir messu.

Ritningarlestra dagsins er hægt að nálgast hér.