Rúmlega 280 manns sóttu messu í Neskirkju í morgun, 4. mars, á Æskulýðsdegi Þjóðkirkjunnar.
Barnakórinn söng ásamt kirkjukórnum, brúður ræddu við börnin, sr. Þórhildur Ólafs flutti hugvekju og þjónaði fyrir altari ásamt sr. Erni Bárði Jónssyni. Rúnar Reynisson og Björg Jónsdóttir aðstoðuðu við útdeilingu. Ritningarlestra fluttu Hrafnkell og Hildur sem eru úr eldri hópi æskulýðsstarfsins.
Fjölmenni sótti messuna og gengu nær allir til altaris. Börn undir fermingaraldri sem ekki hafa enn hlotið fræðslu um altarisgönguna og fá þar af leiðandi ekki brauðið eða vínið (vínberjasafann) hlutu sérstaka blessun.
Þegar safnaðarfólk kvaddi prestana við kirkjudyr mátti greina hlýtt og þétt handtak og bros og þakklæti lýsti af hverju andliti.
Augljóst var á öllum að gaman var í kirkju þennan morgunn. Allir hlutu blessun í samræmi við þau fyriheit sem Guð gefur í orði sínu. Já, helgistund er heilsubót!