Fyrsti sunnudagur í nóvember er minningardagur þeirra sem látin eru og gengin inn í fagnað himinsins. Dagurinn er kallaður allra heilagra messa og í Neskirkju verður leitað að sælu í prédikuninni enda guðspjallið sæluboð Jesú í Fjallræðunni.

Fyrsti sunnudagur í nóvember er minningardagur þeirra sem látin eru og gengin inn í fagnað himinsins. Dagurinn er kallaður allra heilagra messa og í Neskirkju verður rætt um sælu í prédikuninni enda guðspjallið sæluboð Jesú í Fjallræðunni.

Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Toshiki Thoma og sr. Halldóri Reynissyni. Hanna Johannesen aðstoðar við útdeilingu. Félagar úr kór Neskirkju syngja og organisti er Reynir Jónasson. Lesari Ásdís Einarsdóttir. Meðhjálpari er Rúnar Reynisson.

Sunnudagaskólabörnin taka þátt í fyrri hluta messunnar en fara í safnaðarheimilið eftir að lexía og pistill hafa verið lesin. Fermingarbörnin vinna verkefni eftir messu.

Kirkjuganga gerir þér gott. Allir eru velkomnir og ekki síst þú!